Endurskapa þúsund ára akkeri

Breskur járnsmíðanemi hamrar járn.
Breskur járnsmíðanemi hamrar járn. AFP

Um þessar mundir má heyra hamarshögg óma í nágrenni við Víkingaskipasafnið í Hróarskeldu þar sem sveittir járnsmíðanemar vinna hörðum höndum að því endurskapa akkeri af þúsund ára gömlu langskipi.

Framtak nemendanna sem eru úr breska járnsmíðaskólanum er hluti af verkefni sem snýst um að uppgötva leyndardóma skandínavískra sjófara fyrri alda með því að endurgera skip þeirra.

Akkerið sem nemendurnir reyna að endurskapa er af skipinu Skudelev 5, en brot af því eru til sýnis á Víkingaskipasafninu í Hróarskeldu.

Setur færni fornaldarmanna í samhengi

Kennari hópsins, Rowan Taylor, segir nemendur styðjast við þá tækni sem notuð hafi verið þegar upprunalega skipið var reist.

„Aðgangur þeirra að aðföngum var mun minni en okkar,” segir járnsmíðaneminn Michael Phillips við fréttastofu AFP og bætir við að vinna hópsins varpi ljósi á hve færir smiðir fyrri alda hafa verið.

Þegar vinnunni við akkerið lýkur verður því komið fyrir við hlið endurgerðar Skudelev 5 á Víkingaskipasafninu.

Járnsmíðanemar nota aðferðir fyrri alda við endurgerð akkerisins.
Járnsmíðanemar nota aðferðir fyrri alda við endurgerð akkerisins. AFP

Veitir dýrmæta innsýn

Í um fjörtíu ár hefur Víkingaskipasafnið í Hróarskeldu staðið að endurgerð skipa frá tímum víkinga í gegnum aðferðir fornalda. Skipin eru sýnd á safninu og kemur meira að segja fyrir að þeim sé siglt á haf út. 

Sýningarstjórinn, Triona Sorensen, segir skipin verðmætan glugga í fortíðina.

Endurgerð á skipum víkinga gefur sagnfræðingum tækifæri til að skilja fortíðina betur. Þannig er meðal annars hægt að kanna hve hratt skipin sigldu og hve mikinn farangur hægt var að flytja á þeim.

Brakið af langskipinu Skuldelev 5 sem eru til sýnis í …
Brakið af langskipinu Skuldelev 5 sem eru til sýnis í Hróarskeldu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert