Missir hreinan meirihluta í fyrsta sinn í 30 ár

Niðurstöðurnar gætu haft áhrif á endurkjör forsetans.
Niðurstöðurnar gætu haft áhrif á endurkjör forsetans. AFP

Afríski þjóðarflokkurinn (ANC) hefur misst tangarhald sitt í Suður-Afríku. Þetta er í fyrsta skipti í þrjátíu ár sem flokkurinn vinnur ekki hreinan meirihluta.

New York Times greina frá.

Þegar talningu atkvæða var nærri lokið nú á laugardag var ljóst að flokkurinn myndi aðeins fá um 40% atkvæða en það er fall um 18 prósentustig frá síðustu kosningum, árið 2019.

Þrátt fyrir þetta fall hlaut flokkurinn þó flest atkvæði.

Fram kemur að erfitt geti reynst fyrir flokkinn að mynda nokkurskonar ríkisstjórnarsamstarf þar sem aðrir flokkar hafi neitað að vinna nokkurn tímann með þjóðarflokknum.

Þá sé einnig búist við því að þetta geti haft slæm áhrif á endurkjör forseta landsins, Cyril Ramaphosa, sem kemur úr röðum flokksins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert