Flugfélagið IngdiGo hefur gert kvenkynsferðamönnum kleift að sjá hvar aðrar konur sitja þegar þær bóka sér sæti í flugvélum á þess vegum.
Fréttaveitan AFP greinir frá en þar kemur fram að tilgangurinn sé að gera ferðaupplifun kvenna þægilegri.
Þá verður þessi valmöguleiki í boði fyrir konur sem ferðast einar sem og fyrir fjölskyldur. Samræmist hann svokölluðum „Girl Power-siðareglum“ flugfélagsins.