Nigel Farage gefur kost á sér og leiðir flokk

Nigel Farage mun verða nýr formaður Reform UK og gefur …
Nigel Farage mun verða nýr formaður Reform UK og gefur kost á sér í komandi þingkosningum. AFP

Nig­el Fara­ge hyggst gefa kost á sér í þing­kosn­ing­um Bret­lands sem haldn­ar verða 4. júlí.

Fara­ge til­kynnti áformin í dag á blaðamanna­fundi en hann gef­ur kost á sér í þing­sæti Clact­on-on-Sea, en íbú­ar kjör­dæm­is­ins eru afar hlynnt­ir Brex­it. Mun hann sömu­leiðis fara fram sem formaður Reform UK-flokks­ins. 

Reform UK var stofnað árið 2018 og er hægris­innaður po­púl­ista­flokk­ur sem beitti sér fyr­ir út­göngu Bret­lands úr Evr­ópu­sam­band­inu. 

Hafði Fara­ge sagt aðeins ör­fá­um dög­um áður að hann hygðist ekki gefa kost á sér í kosn­ing­un­um, en á blaðamanna­fund­in­um sagði hann að sér hefði snú­ist hug­ur.

Gæti orðið Íhalds­flokk­in­um að falli

„Ég get ekki valdið öll­um þess­um millj­ón­um manns von­brigðum,“ sagði Fara­ge og vísaði þar til stuðnings­manna sinna í fyrri kosn­ing­um og Brex­it-þjóðar­at­kvæðagreiðslunni. 

Fram­boð Fara­ge set­ur óneit­an­leg­an þrýst­ing á for­sæt­is­ráðherra lands­ins, Ris­hi Sunak, og Íhalds­flokk­inn, sem má vart við því að missa at­kvæði til ann­ars flokks á hægri vængn­um.

Reform UK mæl­ist með um 11 pró­senta fylgi eins og er sem kæmi veru­lega niður á Íhalds­flokkn­um ef kosið væri núna, enda myndi flokk­ur­inn missa þing­sæti sem hann þyrfti til að sigra í kosn­ing­un­um.

„Ég tel okk­ur vel geta fengið fleiri at­kvæði en Íhalds­flokk­ur­inn. Þeir eru á barmi þess að falla,“ sagði Fara­ge. 

Íhaldsflokkurinn og Rishi Sunak mega ekki við því að missa …
Íhalds­flokk­ur­inn og Ris­hi Sunak mega ekki við því að missa þing­sæti til Reform UK. AFP

Tel­ur Verka­manna­flokk­inn sig­ur­strang­leg­an

Kvaðst hann sömu­leiðis full­viss um að Reform UK myndi stela at­kvæðum frá Verka­manna­flokki Bret­lands, en hann teldi engu að síður nokkuð ör­uggt að Verka­manna­flokk­ur­inn myndi sigra í  næstu kosn­ing­um. 

„Það sem ég er í raun að kalla eft­ir, og hyggst leiða, er póli­tísk upp­reisn. Að við snú­um baki við þessu óbreytta ástandi,“ sagði Fara­ge.

„Ekk­ert í þessu landi virk­ar leng­ur. Við erum á niður­leið.“

Fara­ge hef­ur áður gefið kost á sér, nán­ar til­tekið sjö sinn­um, en hef­ur ekki tek­ist að ná sæti á þingi til þessa, en náði aft­ur á móti sæti á Evr­ópuþingi fyr­ir hönd Brex­it-flokks­ins á sín­um tíma. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka