Dæmd, sýknuð og dæmd

Amanda Knox mætir í húsnæði réttarins í Flórens í morgun …
Amanda Knox mætir í húsnæði réttarins í Flórens í morgun til að hlýða á dóminn, ekki þann fyrsta í málinu. AFP/Tiziana Fabi

Ekki er ein bár­an stök í máli hinn­ar banda­rísku Amöndu Knox sem á sín­um tíma var sak­felld fyr­ir að ráða bresk­an her­berg­is­fé­laga sinn, Meredith Kercher, af dög­um meðan á skipti­námi þeirra í Perugia á Ítal­íu stóð árið 2007.

Hef­ur Knox, sem sýknuð var af ódæðinu árið 2011, nú hlotið nýj­an dóm, þrjú ár inn­an múr­anna, fyr­ir rang­ar sak­argift­ir með því að hafa haldið því fram við yf­ir­heyrsl­ur hjá lög­reglu eft­ir víg Kercher, að krá­ar­eig­andi nokk­ur hafi bruggað Bret­an­um laun­ráð og myrt.

Brast Knox í grát við dóms­upp­kvaðningu í Flórens í morg­un en dóm­ur­inn var ein­mitt kveðinn upp í sama rétt­ar­sal og hún hlaut fyrri dóm­inn árið 2014. Þáver­andi kær­asti henn­ar, Rudy Gu­ede, inn­flytj­andi frá Fíla­beins­strönd­inni, var einnig dæmd­ur fyr­ir drápið og afplánaði þrett­án ár en dóm­ur hans var stytt­ur úr 30 árum í 16 í kjöl­far áfrýj­un­ar hans.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka