Dæmd, sýknuð og dæmd

Amanda Knox mætir í húsnæði réttarins í Flórens í morgun …
Amanda Knox mætir í húsnæði réttarins í Flórens í morgun til að hlýða á dóminn, ekki þann fyrsta í málinu. AFP/Tiziana Fabi

Ekki er ein báran stök í máli hinnar bandarísku Amöndu Knox sem á sínum tíma var sakfelld fyrir að ráða breskan herbergisfélaga sinn, Meredith Kercher, af dögum meðan á skiptinámi þeirra í Perugia á Ítalíu stóð árið 2007.

Hefur Knox, sem sýknuð var af ódæðinu árið 2011, nú hlotið nýjan dóm, þrjú ár innan múranna, fyrir rangar sakargiftir með því að hafa haldið því fram við yfirheyrslur hjá lögreglu eftir víg Kercher, að kráareigandi nokkur hafi bruggað Bretanum launráð og myrt.

Brast Knox í grát við dómsuppkvaðningu í Flórens í morgun en dómurinn var einmitt kveðinn upp í sama réttarsal og hún hlaut fyrri dóminn árið 2014. Þáverandi kærasti hennar, Rudy Guede, innflytjandi frá Fílabeinsströndinni, var einnig dæmdur fyrir drápið og afplánaði þrettán ár en dómur hans var styttur úr 30 árum í 16 í kjölfar áfrýjunar hans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert