Svipti sig lífi eftir andlát eiginkonunnar

Ben stillir sér upp með einum af sínum frægu slagorðum. …
Ben stillir sér upp með einum af sínum frægu slagorðum. Á skiltinu stendur: „Ég þarf ekki að útskýra neitt fyrir þér.“ AFP/Valery Hache

Franski listamaðurinn Benjamin Vautier eða Ben hefur tekið eigið líf aðeins nokkrum klukkustundum eftir að eiginkona hans Annie lést af völdum heilablóðsfalls.

Listamaðurinn var 88 ára og hjónin höfðu verið gift í 60 ár. Hann svipti sig lífi á heimili þeirra í Nice í Frakklandi, að því er fram kemur í tilkynningu frá börnum hjónanna. 

Tilheyrði Fluxus-hreyfingunni

Ben fæddist í Napólí á Ítalíu árið 1935 og flutti til Nice í Frakklandi þegar hann var fjórtán ára. Hann var virkur í Fluxus-hreyfingu sjöunda áratugarins. 

Hann sagði allt heyra undir list og framkvæmdi þá sýn í eigin listsköpun. Þannig skipulagði hann leikverk sem voru aldrei sett á svið eða píanóleika þar sem leikarinn myndi flýja svið. 

Hann varð þekktastur fyrir skoplega slagorð eins og: „Til hvers gagnast list?“, „Er nýtt alltaf nýtt“, „Hvað ertu að gera hér?“.

Slagorðin komu honum að í nútímalistasafninu í New York MoMA og voru víða prentuð á töskur og minnisbækur meðal annars. 

„Á pennaveskjum barna okkar, á fjölda hversdagshluta og jafnvel í ímyndunaraflinu, skilur Ben eitthvað eftir sig, eitthvað búið til úr frelsi og ljóðlist, eitthvað bersýnilega léttvægt og eitthvað hlaðið gífurlegri dýpt,“ sagði Emmanuel Macron Frakklandsforseti í kjölfar fregna af andláti listamannsins.

Embætti land­lækn­is bend­ir á að mik­il­vægt sé að þeir sem glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir segi ein­hverj­um frá líðan sinni, hvort sem er aðstand­anda eða hafi sam­band við Hjálp­arsíma Rauða kross-ins 1717, eða á net­spjalli 1717.is, við hjúkr­un­ar­fræðing í net­spjalli á heilsuvera.is eða við ráðgjafa í síma Píeta-sam­tak­anna s. 552-2218. Píeta-sam­tök­in bjóða einnig upp á ráðgjöf og stuðning fyr­ir aðstand­end­ur þeirra sem glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir.

Fyr­ir þau sem misst hafa ást­vin í sjálfs­vígi bend­ir land­læknisembættið á stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöðinni í síma 551-4141 og hjá Píeta-sam­tök­un­um í síma 552-2218.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert