Afríkusambandið fordæmir harðlega fjöldamorð í þorpi í Súdan þar sem sagt er að uppreisnarmenn hafi myrt 150 einstaklinga, þar á meðal 35 börn.
Moussa Faki Mahamat, framkvæmdastjóri sambandsins, sagði a[ sér væri brugðið yfir því að ástandið í Súdan héldi áfram að versna. Það hafi nú þegar leitt til mikillar hungursneyðar í hluta landsins og með þessu áframhaldi myndi hún dreifast vítt og breitt um Súdan.
Hann biðlaði til stríðsaðilanna að binda enda á átökin strax og greiða veginn fyrir aðgengi mannúðaraðstoðar til íbúa.
Sameinuðu þjóðirnar áætla að um 18 milljónir manna þjáist nú af völdum hungursneyðar. þar af séu 3,8 milljónir barna alvarlega vannærð.