Heitir 225 milljónum til Úkraínu

Hernaðaraðstoðin kemur meðal annars í formi loftvarna og vopnasendinga.
Hernaðaraðstoðin kemur meðal annars í formi loftvarna og vopnasendinga. AFP/Saul Loeb

Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti í dag um frekari hernaðaraðstoð við Úkraínu. Stuðningurinn nemur 225 milljónum dollara eða rúmum þremur milljörðum íslenskra króna. 

Biden kynnti aðstoðina á fundi sínum með Volodimír Selenskí Úkraínuforseta í París fyrr í dag. Forsetarnir voru báðir viðstaddir minningarathöfn í Frakklandi í gær, en þá var þess minnst að áttatíu ár væru liðin frá innrás bandamanna inn í Normandí á D-deginum. 

„Þið hafið ekki gefið eftir. Þið hafið ekkert gefið eftir. Þið haldið áfram að berjast með aðdáunarverðum hætti, einfaldlega aðdáunarverðum,“ sagði Biden við Selenskí. 

Hernaðaraðstoðin kemur meðal annars í formi loftvarna og vopnasendinga. 

Í tilkynningu frá Hvíta húsinu segir að Biden og Selenskí stefni að því að hittast aftur á komandi fundi G7-ríkjanna í Ítalíu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert