Kosningar til Evrópuþingsins fara fram á Írlandi í dag eftir að útgönguspár vegna kosninganna í Hollandi bentu til sterkrar tilhneigingar í átt að þjóðernissinnuðum flokkum sem eru langt til hægri.
Simon Harris, 37 ára forsætisráðherra Írlands, greiddi atkvæði skammt frá heimili sínu í þorpinu Delgany, suður af Dublin, skömmu eftir að kjörstaðir opnuðu í morgun.
Í fyrsta sinn í kosningum Íra til Evrópuþingsins er á stefnuskrá margra frambjóðenda andstaða gegn flæði innflytjenda til landsins.
Kjörstaðir í Tékklandi opna einnig í dag.
Aðalkosningadagurinn til Evrópuþingsins verður á sunnudaginn þegar flestar af þeim 27 þjóðum sem eru í Evrópusambandinu, þar á meðal Þýskaland og Frakkland, greiða atkvæði.
Alls eru 720 sæti á Evrópuþinginu sem kosið er um.
Útgönguspár í Hollandi sýndu að Frelsisflokkurinn (PVV), sem er mótfallinn flæði innflytjenda til landsins, er í öðru sæti með sjö sæti á Evrópuþinginu. Geert Wilder er leiðtogi flokksins.