Mette Frederiksen kýld í Kaupmannahöfn

Frederiksen var kýld í miðborg Kaupmannahafnar í dag.
Frederiksen var kýld í miðborg Kaupmannahafnar í dag. AFP/Ida Marie Odgaard

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, var kýld af manni á Kolatorginu í Kaupmannahöfn í dag.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Frederiksen er í áfalli yfir atvikinu, en vill ekki tjá sig um málið að öðru leyti, að því er danska ríkisútvarpið greinir frá.

Maðurinn hefur verið handtekinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert