Tveggja ára stúlka greindist með fuglaflensuna

Ótti er um að fuglaflensan berist í menn. Alþjóðaheilbrigðismálastofnun metur …
Ótti er um að fuglaflensan berist í menn. Alþjóðaheilbrigðismálastofnun metur þó núverandi áhættu litla. AFP

Tveggja og hálfs árs gömul stúlka frá Ástralíu greindist jákvæð fyrir fuglaflensunni, afbrigði H5N1, eftir að hafa ferðast til Indlands. Frá þessu greindi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) í dag.

Áhyggjur fara vaxandi af afbrigði fuglaflensunnar. Í yfirlýsingu WHO kemur fram að þetta væri fyrsta greinda tilfelli veirunnar í Ástralíu.

Einnig kemur fram að þrátt fyrir að uppspretta smitsins í þessu tilfelli sé óþekkt, hefur smitið líklega átt sér stað í ferð stúlkunnar til Indlands, þar sem þetta afbrigði hefur fundist áður í fuglum á Indlandi.

WHO telur núverandi hættu almennings af völdum veirunnar þó vera litla.

Í fyrstu talið vera inflúensa

Stúlkan ferðaðist til Indlands í febrúar og var lögð inn á sjúkrahús strax og hún kom aftur til Ástralíu, þann 1. mars. Hún lá á gjörgæsludeild egna versnandi einkenna en greindist með inflúensuna. 

Sýni voru þó send í frekari rannsóknir og kom þá í ljós að um fuglaflensuna, afbrigði H5N1, væri að ræða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert