Frederiksen fékk hálshnykk við árásina

Emmanuel Macron Frakklandsforseti sendi Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, batakveðjur á …
Emmanuel Macron Frakklandsforseti sendi Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, batakveðjur á X. AFP

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, fékk hálshnykk við það að maður kýldi hana á Kola­torg­i í Kaupmannahöfn í gær.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu forsætisráðuneytisins í dag.

„Eftir að hafa orðið fyrir líkamsárás í gær var Frederiksen flutt á Ríkisspítalann til læknisskoðunar,“ segir í yfirlýsingunni.

„Árásin hefur valdið minniháttar höfuðhnykk.“ Þá segir að staðan á Frederiksen sé að öðru leyti góð en að hún sé í áfalli vegna málsins. 

Frederiksen hefur aflýst öllum fundum sem voru fyrirhugaðir í dag vegna árásarinnar.

Macron fordæmir árásina

Emmanuel Macron Frakklandsforseti fordæmdi árásina á samfélagsmiðlinum X. 

„Árásin á danska forsætisráðherrann er óviðunandi. Ég fordæmi þessa háttsemi harðlega og óska Mette Frederiksen skjóts bata,“ segir Macron í færslunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert