Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, fékk hálshnykk við það að maður kýldi hana á Kolatorgi í Kaupmannahöfn í gær.
Þetta kemur fram í yfirlýsingu forsætisráðuneytisins í dag.
„Eftir að hafa orðið fyrir líkamsárás í gær var Frederiksen flutt á Ríkisspítalann til læknisskoðunar,“ segir í yfirlýsingunni.
„Árásin hefur valdið minniháttar höfuðhnykk.“ Þá segir að staðan á Frederiksen sé að öðru leyti góð en að hún sé í áfalli vegna málsins.
Frederiksen hefur aflýst öllum fundum sem voru fyrirhugaðir í dag vegna árásarinnar.
Emmanuel Macron Frakklandsforseti fordæmdi árásina á samfélagsmiðlinum X.
„Árásin á danska forsætisráðherrann er óviðunandi. Ég fordæmi þessa háttsemi harðlega og óska Mette Frederiksen skjóts bata,“ segir Macron í færslunni.
L'agression dont la Première ministre danoise a été la cible est inadmissible. Je condamne fermement cet acte et adresse à Mette Frederiksen mes vœux de prompt rétablissement.
— Emmanuel Macron (@EmmanuelMacron) June 8, 2024