Maðurinn sem er grunaður um að hafa kýlt Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur verið úrskurðarður í gæsluvarðhald til 20. júní.
Þarlend lögregla greindi frá þessu í hádeginu.
Lögreglan segir jafnframt að hvatinn að baki árásinni á Frederiksen sé líklega ekki pólitískur.
Frederiksen var kýld í gær í Kaupmannahöfn og hlaut hálshnykk við það. Hún hefur aflýst öllum fundum sem fyrirhugaðir voru í dag og segist vera slegin yfir málinu.