Sorgmædd og skelkuð eftir árásina

Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur var kýld í gær í Kaupmannahöfn.
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur var kýld í gær í Kaupmannahöfn. AFP

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, kveðst sorgmædd og skelkuð yfir árásinni sem hún varð fyrir í gær. Að öðru leyti er hún í fínu lagi.

Þetta kemur fram í færslu ráðherrans á samfélagsmiðlum. Frederiksen var kýld á Kolatorginu í Kaupmannahöfn í gær.

Maður­inn sem er grunaður um að hafa kýlt Mette hef­ur verið úr­sk­urðaður í gæslu­v­arðhald til 20. júní.

„Í þetta eina skipti þarf ég á ró að halda. Bæði fyrir líkama og sál. Ég þarf að vera með fjölskyldu minni og þarf að vera ég sjálf um tíma,“ segir Mette.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert