Benny Gantz segir sig úr þjóðstjórninni

Benny Gantz er genginn úr þjóðarstjórninni.
Benny Gantz er genginn úr þjóðarstjórninni. AFP/Jack Guez

Benny Gantz, einn af fimm ráðamönn­um inn­an ísra­elsku þjóðstjórn­ar­inn­ar, hefur sagt sig úr þjóðstjórninni.

„Benjamín Netanjahú [forsætisráðherra Ísraels] er að koma í veg fyrir það að við náum raunverulegum sigri. Það er þess vegna sem við erum yfirgefa þjóðarstjórnina döpur í bragði,“ sagði Benny Gantz fyrr í dag.

Hann hefur krafist þess að fá samþykkta áætlun um hvað skuli taka við á Gasasvæðinu þegar stríðinu lýkur en Netanjahú hefur ekki samþykkt hans tillögu. Gantz vildi fá svar fyrir lok maí.

Þungt högg fyrir Netanjahú

Þó Gantz og miðjusinnaði flokkur hans taki ekki lengur þátt í þjóðarstjórninni þýðir það ekki að ríkisstjórn Netanjahú sé ekki lengur með meirihluta. 

Þjóðstjórnin var mynduð af helstu leiðtogum þingsins gagngert, þar á meðal Gantz, til þess að stýra stríðsrekstri Ísraels.

Þetta er þó talið eitt þyngsta pólitíska höggið sem Netanjahú fær á sig í innanríkismálum síðan að stríð Ísraels og hryðjuverkasamtakanna Hamas hófst.

Ekki rétti tíminn til að yfirgefa orrustuna

Netanjahú brást við tíðindunum á samfélagsmiðlum í dag:

„Benny, þetta er ekki tíminn til að yfirgefa orrustuna – þetta er tíminn til að taka höndum saman.“

Í síðustu viku lagði Gantz og flokkur hans fram frumvarp þess efnis að þingið yrði leyst upp og efnt yrði til kosninga.

Benny Gantz var einn helsti stjórnmálaandstæðingur Netanjahú í Ísrael fyrir stríðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert