„Ég get ekki reynt að fegra þetta lengur“

Kona gengur inn í höfuðstöðvar dagblaðsins Washington Post við Franklin-torg …
Kona gengur inn í höfuðstöðvar dagblaðsins Washington Post við Franklin-torg 1 í Washington. Rekstur blaðsins gengur illa og í vikunni urðu þar ritstjóraskipti. AFP/Andrew Harnik

Ritstjóri dagblaðsins Washington Post er farinn frá og framkvæmdastjórinn segir að snúa þurfi rekstrinum við. Sally Buzbee entist aðeins þrjú ár á ritstjórastólnum. Á sunnudag fyrir viku hætti hún störfum vegna þess að hún var ekki sátt við áform William Lewis framkvæmdastjóra um breytingar á ritstjórninni, sem hefðu takmarkað völd hennar.

Arftaki hennar er Matt Murray og var hann kynntur til sögunnar strax á mánudag. Á fundi á ritstjórninni þann dag dró Lewis ekkert undan þegar hann lýsti stöðunni. „Við erum að tapa stórum fjárhæðum, lesendum ykkar hefur fækkað um helming á undanförnum árum. Fólk les ekki efnið ykkar. Rétt. Ég get ekki reynt að fegra þetta lengur,“ sagði hann.

Í fyrra var 77 milljóna dollara (rúmlega tíu milljarðar króna) halli á rekstrinum og áskriftum hefur fækkað. Samkvæmt bandarísku fréttaveitunni AP hefur þeim, sem fara inn á heimasíðu Washington Post, fækkað um helming á þessum áratug, voru 101 milljón manns á mánuði árið 2020, en voru komnir niður í 50 milljónir manna í lok ársins 2023.

Nánar er fjallað um hremmingar Washington Post í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert