Leysir upp þingið og boðar til kosninga

Emmanuel Macron Frakklandsforseti.
Emmanuel Macron Frakklandsforseti. AFP/Benoit Tessier

Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur leyst upp þingið í landinu og boðað til kosninga.

Þetta gerist skömmu eftir að flokkur Macrons laut í lægra haldi gegn róttækum hægrimönnum í útgönguspám fyrir kosningar til Evrópuþings í dag.

Í ávarpi til þjóðarinnar sagði forsetinn að fyrsta umferð kosninganna til neðri deildar þingsins yrði þann 30. júní og önnur umferð kosninga yrði 7. júlí.

Hann sagði að niðurstaða Evrópuþingkosninganna væri ekki góð fyrir flokka sem verja Evrópu.

Ákvörðun Macron er tekin á grundvelli útgönguspár. Atkvæðin hafa enn ekki verið talin.

Fréttin hefur verið uppfærð: Í upprunalegri frétt var ekki tekið fram að ákvöðun forsetans byggðist á útgönguspám en ekki töldum atkvæðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert