Búist við að kviðdómur taki við í dag

Hunter Biden gengur inn í dómshús á fyrsta degi réttarhalda.
Hunter Biden gengur inn í dómshús á fyrsta degi réttarhalda. AFP

Í dag ræðst hvort Hun­ter Biden, son­ur Joe Biden, for­seta Banda­ríkj­anna, muni bera vitni í máli sem höfðað var gegn hon­um vegna meintra ólög­legra skot­vopna­kaupa eða hvort verj­end­ur hans ljúki máli sínu.

Bú­ist er við því að Biden yngri muni ekki bera vitni í mál­inu til þess að forða hon­um frá frek­ari spurn­ing­um frá sak­sókn­ara. Verj­end­ur muni þar af leiðandi binda enda­hnút á mál sitt í dag og kviðdóm­ur þá taka við.

New York Times grein­ir frá.

Skila­boð sýni fram á fíkni­efna­notk­un 

Fram kem­ur að sak­sókn­ari hafi reynt með ýms­um leiðum að sýna fram á að Biden yngri hafi verið virk­ur fíkni­efna­not­andi á þess­um tíma. Til dæm­is með því að sýna skeyta­send­ing­ar hans og varpa ljósi á hvernig fjöl­skylda hans hafi gef­ist upp á sam­skipt­um við hann.

Biden yngri er 54 ára gam­all og fyrsta barn sitj­andi for­seta til þess að vera sótt til saka. Hann er sakaður um að hafa keypt sér byssu und­ir áhrif­um fíkni­efna árið 2018 og ólög­lega haft byss­una und­ir hönd­um í 11 daga.

Hon­um er gefið að sök að hafa fært inn rang­ar upp­lýs­ing­ar á eyðublöðum sem fylgdu byssu­kaup­un­um þar sem kraf­ist er að viðkom­andi noti ekki ólög­leg fíkni­efni.

Alls er um þrjá ákæru­liði að ræða og fara rétt­ar­höld­in fram í Wilm­ingt­on í Delaware-ríki.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert