Lést af náttúrulegum orsökum

Dr. Michael Mosley.
Dr. Michael Mosley. Ljósmynd/Wikimedia Commons.

Sjónvarpslæknirinn Michael Mosley lést af náttúrulegum orsökum samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu krufningar.

Mosley fannst í gær eftir að viðbragðsaðilar höfðu leitað hans í fimm daga á grísku eyjunni Symi

Frekari skoðun á líkinu mun fara fram og verður eiturefnaskýrsla gefin út.

Þetta er samkvæmt heimildum BBC.

Skildi símann eftir

Í umfjöllun BBC segir að engin ummerki hafi fundist um banvæn meiðsli.

Hann er sagður hafa látið lífið um klukkan 16 á miðvikudag, daginn sem hann fór í göngutúr og skilaði sér ekki til baka. Hafði hann skilið símann sinn eftir.

Lík Mosley fannst á grýttri strönd nærri svæðinu þar sem hann hvarf.

Mosley var 67 ára og lætur eftir sig eiginkonu og börn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert