Samþykktu ályktunartillögu um vopnahlé á Gasa

Bandaríski sendiherrann, Linda Thomas-Greenfield, á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í …
Bandaríski sendiherrann, Linda Thomas-Greenfield, á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag. AFP

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt ályktunartillögu sem leggur til vopnahlé á Gasasvæðinu. Hvetur ráðið Hamas-samtökin til að gera slíkt hið sama.

„Í dag kusum við frið,“ sagði Linda Thomas-Greenfield, sendiherra Bandaríkjanna, eftir fund öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag þar sem tillagan var samþykkt með 14 atkvæðum. Rússar sátu hjá í atkvæðagreiðslunni.

Bætti hún við að ráðið hefði nú sent skýr skilaboð til Hamas um að samþykkja vopnahléssamninginn sem væri á borðinu. Sagði hún Ísraela nú þegar hafa samþykkt samninginn og gætu átök hætt í dag ef Hamas gerði slíkt hið sama.

Vegvísir að varanlegu vopnahléi

Tillagan var lögð fram af forseta Bandaríkjanna, Joe Biden, 31. maí. Sagði hann þá tillöguna vera vegvísi að varanlegu vopnahléi og lausn allra gísla.

Til­lag­an ger­ir ráð fyr­ir sex vikna vopna­hléi. Kveður fyrsti fasinn á um að Ísra­els­her sleppi fjölda fanga, þar með talið kon­um, öldruðum og særðum í skipt­um fyr­ir gísla Hamas.

Vopnahléið myndi einnig gera hjálparsveitum kleift að koma upp öruggu og skilvirku hjálparstarfi á Gasaströndinni til Palestínumanna.

Á meðan tíma­bundið vopna­hlé stæði yfir myndu Ísra­el og Hamas hefja viðræður á var­an­legu vopna­hléi.

Hamas vilja varanlegt vopnahlé

Hamas-samtökin tóku vel í tillöguna í dag og sögðust tilbúin til að hefja viðræður um vopnahlé.

Hafa þó samtökin krafist þess að vopnahléið skyldi verða varanlegt í stað sex vikna. Þeirri kröfu hefur verið hafnað af Ísrael sem enn hóta því að útrýma samtökunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert