Handtekin í Danmörku grunuð um njósnir

Konan var handtekin í dag.
Konan var handtekin í dag. mbl.is/Sigurður Bogi

Danska leyniþjónustan hefur handtekið rússneska konu vegna gruns um að hún hafi gert erlendri leyniþjónustu kleift að starfa í Danmörku.

Í tilkynningu frá leyniþjónustunni segir að búist sé við að konan verið látin laus úr haldi að loknum yfirheyrslum. Þá sé málið enn til rannsóknar.

Málið tengist Pravfond

Leyniþjónustan leggur áherslu á að málið tengist ekki nýlegum kosningum til Evrópuþings, heldur snerti það nýlegar fréttir um rússneskan sjóð.

Danska ríkisútvarpið og fleiri miðlar í Evrópu fluttu nýlega fréttir af rússneska njósnasjóðinum Pravfond. Sjóðurinn er nýtt­ur til þess að fjár­magna rúss­nesk­an áróður og brot gegn viðskipta­banni lands­ins um alla Evr­ópu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert