Hunter Biden fundinn sekur

Hunter Biden sést hér yfirgefa dómshúsið í Wilmington í Delaware …
Hunter Biden sést hér yfirgefa dómshúsið í Wilmington í Delaware í gær. AFP

Banda­rísk­ur kviðdóm­ur hef­ur sak­fellt Hun­ter Biden, sem er son­ur Joe Biden Banda­ríkja­for­seta, í máli sem varðar kaup á skot­vopn­um með ólög­mæt­um hætti. 

Hann var sakaður um að hafa keypt sér skot­vopn und­ir áhrif­um fíkni­efna árið 2018 og ólög­lega haft byss­una und­ir hönd­um í 11 daga. Hon­um var einnig gefið að sök að hafa fært inn rang­ar upp­lýs­ing­ar á eyðublöðum sem fylgdu byssu­kaup­un­um þar sem kraf­ist er að viðkom­andi noti ekki ólög­leg fíkni­efni

Hunter Biden.
Hun­ter Biden. AFP

Biden yngri er 54 ára gam­all og fyrsta barn sitj­andi for­seta til þess að vera sótt til saka.

Ákær­an á hend­ur Biden var í þrem­ur liðum og komst kviðdóm­ur­inn að þeirri niður­stöðu að sak­fella ætti hann í öll­um til­vik­um. 

Niðurstaðan ljós eft­ir þrjár klukku­stund­ir

Fram kem­ur í um­fjöll­un AFP-frétta­veit­unn­ar, að það hafi tekið kviðdóm­inn um þrjár klukku­stund­ir að kom­ast að niður­stöðu. 

Rétt­ar­haldið stóð yfir í eina viku í Wilm­ingt­on í Delaware, sem er heima­bær Bidens. Hann gaf ekki skýrslu fyr­ir dómi á meðan aðalmeðferðinni stóð. 

Jill Biden, for­setafrú Banda­ríkj­anna, var viðstödd nokkra daga, en ekki sjálf­ur for­set­inn. Joe Biden hef­ur þó sagt að hann og Jill séu afar stolt af syni sín­um. 

„Sem for­seti, þá tjái ég mig ekki, og mun ekki tjá mig, um al­rík­is­dóms­mál sem eru í gangi, en sem faðir, þá elska ég son minn skil­yrðis­laust. Ég hef trú á hon­um og virði styrk hans,“ hef­ur Biden látið hafa eft­ir sér. 

Þetta er ekki eina dóms­málið sem Hun­ter Biden hef­ur þurft að glíma við, því hann er einnig sakaður um und­an­skot frá skatti í Kali­forn­íu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert