Hisbollah-liðar gerðu árásir á Ísrael

Ísraelskir hermenn í Gasa.
Ísraelskir hermenn í Gasa. AFP

Ísraelski herinn segir að um 90 skotflaugum hafi verið skotið frá Líbanon inn í norðurhluta Ísraels eftir árás Ísraelshers í gær þar sem háttsettur yfirmaður Hisbollah-samtakanna í Suður-Líbanon féll.

Ísraelski herinn segir í yfirlýsingu að 90 skotflaugum hafi verið skotið frá Líbanon inn á norðurhluta Ísraels en Hisbollah-samtökin hafa stutt við bakið á bandamönnum sínum, Hamas-hryðjuverkasamtökunum, eftir að Hamas-liðar gerðu árás á suðurhluta Ísraels þann 7. október á síðasta ári.

Á undanförnum dögum hafa átök Ísraelshers og Hisbollah-samtakanna stigmagnast og eftir að Ísraelsher drap Taleb Sami Abdallah, hásettan yfirmann Hisbollah, í gær, hafa herskáir Hisbollah-liðar svarað fyrir sig með skotflaugaárásum á Ísrael.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert