NATO með 300.000 hermenn í viðbragðsstöðu

Bandalagið hefur lagt fram umfangsmikla áætlun ef kæmi til stríðs …
Bandalagið hefur lagt fram umfangsmikla áætlun ef kæmi til stríðs á milli aðildarríkja og Rússlands. AFP/Simon Wohlfahrt

Aðildarríki Atlantshafsbandalagsins (NATO) segja liðlega 300.000 hermenn á vegum bandalagsins í viðbragðsstöðu. 

Eftir innrás Rússlands í Úkraínu árið 2022 sammæltust leiðtogar NATO-ríkja um að efla fjölda hermanna sem bandalagið gæti sent á vettvang með skömmum fyrirvara eða innan við 30 daga. 

Vinna að því að tryggja hernaðargetu NATO

AFP-fréttaveitan hefur eftir nafnlausum heimildarmanni hjá NATO að bandalagið sé búið að mæta þeim fjölda hermanna í viðbragðsstöðu sem aðildarríkin sammæltust um árið 2022. 

Bandalagið hefur lagt fram umfangsmikla áætlun ef til stríðs kæmi á milli aðildarríkja og Rússlands.

Slík áætlun hefur ekki verið til staðar síðan á tímum kalda stríðsins. 

Ráðamenn innan NATO vinna nú að því að tryggja hernaðargetu bandalagsins ef grípa þyrfti til áætlunarinnar.

Loftvarnir og langdrægni flugskeyta á vegum bandalagsins eru helstu vankantar í hernaðargetu þess.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert