Flokkur Farage tekur fram úr Íhaldsflokknum

Flokkur Farage hefur verið á flugi síðan hann tilkynnti um …
Flokkur Farage hefur verið á flugi síðan hann tilkynnti um framboð. AFP/Benjamin Cremel

Um­bóta­flokk­ur­inn (e. Reform UK) mæl­ist nú í fyrsta sinn með meira fylgi en Íhalds­flokk­ur­inn í nýrri skoðana­könn­un. Allt stefn­ir í stór­sig­ur Verka­manna­flokks­ins í þing­kosn­ing­um þann 4. júlí.

Þetta kem­ur fram í könn­un YouGov sem Tel­egraph grein­ir frá.

Verka­manna­flokk­ur­inn mæl­ist með 37% fylgi, Um­bóta­flokk­ur­inn mæl­ist með 19% fylgi og Íhalds­flokk­ur­inn með 18% fylgi. Þar á eft­ir koma Frjáls­lynd­ir demó­krat­ar með 14%.

Græn­ingj­ar og aðrir flokk­ar mæl­ast með 7% eða minna.

Nig­el Fara­ge hef­ur verið leiðtogi Um­bóta­flokks­ins í kosn­inga­bar­átt­unni síðan hann til­kynnti um fram­boð í síðustu viku.

Íhalds­flokk­ur­inn klof­inn í herðar niður

Íhalds­flokk­ur­inn virðist klof­inn í herðar niður en Um­bóta­flokk­ur­inn hef­ur sankað að sér mörg­um kjós­end­um og stuðnings­mönn­um Íhalds­flokks­ins. Hef­ur flokk­ur­inn lagt megin­á­herslu á stöðu inn­flytj­enda­mála í land­inu.

Hingað til hafa íhalds­menn sagt að at­kvæði greitt Um­bóta­flokkn­um sé til þess fallið að tryggja Verka­manna­flokkn­um meiri­hluta. Í kjöl­far könn­un­ar­inn­ar hef­ur Fara­ge nú byrjað að nota þenn­an mál­flutn­ing gegn Íhalds­flokkn­um.

„Þetta er vendipunkt­ur­inn. Eina at­kvæðið sem er sóað núna er at­kvæði greitt Íhalds­flokkn­um,“ sagði Fara­ge á Twitter.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka