Hafnar tilboði Pútíns og líkir honum við Hitler

Volodimír Selenskí Úkraínufoseti.
Volodimír Selenskí Úkraínufoseti. AFP

Volodimír Selenskí Úkraínufoseti hafnar kröfum Rússa sem vilja að Úkraínumenn dragi hersveitir sínar til baka á fjórum svæðum í Úkraínu. Kallaði hann kröfurnar „úrslitakosti“ og líkti Vladimír Pútín Rússlandsforseta við Adolf Hitler.

„Þessi skilaboð eru skilaboð um úrslitakosti... Það er það sama og Hitler gerði,“ er haft eftir Selenskí í þýðingu viðtals á sjónvarpsstöðinni Sky TG24, ítalskri útgáfu Sky News.

„Nasisminn er þegar kominn og er nú með andlit Pútíns,“ sagði Úkraínuforsetinn enn fremur.

Friðarráðstefna á morgun

Rússlandsforseti sagði í morgun að stjórnvöld í Kreml myndu aðeins samþykkja vopnahlé og hefja friðarviðræður við Úkraínumenn gegn tveimur skilyrðum:

Annars vegar þyrftu Úkraínumenn að draga hersveitir sínar til baka af svæðum í sunnanverðri Karkív og í Saporísjía og hins vegar falla frá tilraunum til að ganga í Atlantshafsbandalagið. 

Þessu vísar Úkraínuforseti á bug. Á morgun halda Úkraínumenn friðarráðstefn­u í Sviss og mæta þangað fulltrúar hinna ýmsu ríkja, m.a. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra.

Úkraínumenn buðu Rússum ekki að taka þátt á ráðstefnunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka