Rússneskur blaðamaður drepinn í drónaárás

Talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins, María Tsakharova.
Talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins, María Tsakharova. AFP/Natalia Kolesnikova

Rússneskur blaðamaður lést í drónaárás í austurhluta Úkraínu, að því er segir í tilkynningu News.ru á Telegram.

„Fréttaritari okkar, Nikita Tsitsagi, var drepinn í drónaárás úkraínska hersins,“ segir í tilkynningunni.

Markvisst beint að blaðamanni

Þar segir einnig að árásin hafi átt sér stað nálægt Saint-Nicolas-klaustrinu í útjaðri Vugledar-bæjar, þar sem hefur verið barist árás undanfarna þrjá mánuði.

María Tsakharova, talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins, segir að úkraínskum dróna hafi markvisst verið beint að blaðamanninum sem hafi verið að vinna frétt um svæðið þar sem hann var drepinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert