Netanjahú leysir upp þjóðstjórnina

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels.
Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels. AFP

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefur leyst upp þjóðstjórn landsins. 

CNN greinir frá en ákvörðunin er tekin í kjölfar þess að Benny Gantz og Gadi Eisenkot sögðu sig úr stjórninni í síðustu viku. Gantz sagði forsætisráðherrann koma í veg fyrir sigur í stríðinu á Gasa. 

Þjóðstjórnin var mynduð fimm dögum eftir að stríðið hófst. Auk Netanjahú, Gantz og Eisenkot áttu Yoav Gallant varnarmálaráðherra, Aryeh Deri og Ron Dermer sæti í henni. 

BBC greinir frá því að viðkvæm mál tengd stríðsrekstrinum verði nú rædd á enn minni vettvangi.

Talsmaður ísraelska hersins (IDF) sagði að málið myndi ekki hafa áhrif á stjórnkerfi hersins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert