Tugir gíslanna „sannarlega á lífi“

Frá mótmælum í Jersúsalem í dag.
Frá mótmælum í Jersúsalem í dag. AFP/Hazem Bader

Háttsettur samningamaður fyrir Ísraelsríki segir að tugir gísla í haldi Hamas séu sannarlega enn á lífi, að því er AFP-fréttastofan greinir frá.

Vígamenn Hamas tóku 251 gíslingu í Ísrael, 7. október síðastliðinn. Ísraelsher telur að 116 þeirra séu enn á Gasasvæðinu í haldi Hamas, en 41 þeirra sé látin.

Líf gíslana í húfi

„Tugir eru á sannarlega á lífi,“ sagði samningamaðurinn við AFP undir nafnleynd þar sem hann hafði ekki heimild til að tjá sig opinberlega um málið.

„Við getum ekki skilið þau eftir þarna í langan tíma, þau munu deyja,“ sagði hann.

Tillaga um vopnahlé samþykkt fyrir viku

Örygg­is­ráð Sam­einuðu þjóðanna samþykkti álykt­un­artil­lögu sem legg­ur til vopna­hlé á Gasa­svæðinu, fyrir viku síðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert