Leita að týndum ferðamanni á Tenerife

Jay Slater hefur verið saknað síðan á mánudag.
Jay Slater hefur verið saknað síðan á mánudag.

Yfirvöld á Tenerife leita nú 19 ára Breta, Jay Slater að nafni, en hans hefur verið saknað síðan í gær. 

Slater var ásamt vinum sínum á ferðalagi um eyjuna til þess að sækja-NRG tónleikahátíðina, að því er fram kemur í umfjöllun breska ríkisútvarpsins.

Þegar síðast spurðist til hans var hann staddur í Rural de Teno-þjóðgarðinum á norðvesturhluta eyjarinnar. 

Mun hann hafa tjáð vinum sínum að hann ætlaði að ganga þaðan aftur á hótelið, en villst þar sem gangan væri lengri en hann hefði gert sér grein fyrir. Þar að auki hefði hann ekkert vatn meðferðis og að sími hans væri að verða rafmagnslaus.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert