Mbappé blandar sér í pólitík

Kylian Mbappé fyrirliði franska fótboltalandsliðsins.
Kylian Mbappé fyrirliði franska fótboltalandsliðsins. AFP/Franck Fife

Jordan Bardella, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi, gagnrýndi nýlega ummæli  Kylian Mbappé, fyrirliða franska fótboltalandsliðsins, þar sem hann hvatti ungt fólk til að kjósa gegn „öfgum“ í komandi þingkosningum í Frakklandi. 

Þjóðfylkingin í Frakklandi hefur verið skilgreind af sumum sem öfgahægriflokkur en flokknum er spáð góðu brautargengi í komandi kosningum í Frakklandi. 

Emmanuel Macron Frakklandsforseti leysti nýlega upp þingið og boðaði til kosninga eftir að Þjóðfylkingin hlaut afgerandi sigur í kosningum til Evrópuþingsins. 

Vill ekki vera fyrirliði lands sem samsvarar ekki eigin gildum 

Mbappé var spurður á blaðamannafundi í gær hvernig ástandið á Frakklandi blasi við honum. Þar sagðist hann að hann vilja tala við unga fólkið sem sé kynslóð sem getur haft áhrif. 

„Kylian Mbappé er á móti öfgaskoðunum og á móti hugmyndum sem sundrar fólki. Ég vill geta verið stoltur af því að vera fyrirliði Frakklands, ég vill ekki vera fyrirliði lands sem samsvarar ekki mínum gildum eða okkar gildum,“ sagði Mbappé í gær. 

Marcus Thuram, annar landsliðsmaður Frakka, tók undir þessi orð Mbappé og hvatti til þess að fólk ætti að gera allt sem það gæti til að koma í veg fyrir að Þjóðfylkingin kæmist til valda. 

„Skammast mín fyrir þessa íþróttamenn“

Þessi ummæli fótboltakappanna féllu ekki í góðan jarðveg Bardella. 

„Þegar þú ert nógu lánsamur að vera með há laun, jafnvel milljónamæringur... þá skammast ég mín fyrir þessa íþróttamenn... sem segja fólki til sem nær ekki endum saman og líður ekki öruggum í íbúðahverfum sínum.“

Bardella sagðist bera mikla virðingu fyrir fótboltamönnunum en að það ætti að virða skoðanir fólks og gefa almenningi þeim frelsi til að kjósa það sem þeir vilja.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert