Umdeilanlegur árangur friðarfundar

Selenskí Úkraínuforseti í Sviss.
Selenskí Úkraínuforseti í Sviss. AFP/Alessandro Della Valle

Skiptar skoðanir eru á því hversu vel hafi tekist til með friðarráðstefnuna sem Úkraínumenn héldu í Sviss um helgina. Þar komu saman fulltrúar frá rúmlega níutíu ríkjum og alþjóðastofnunum til þess að ræða friðaráætlun í tíu liðum sem Volodimír Selenskí Úkraínuforseti hefur sett fram, en Rússum var ekki boðið til ráðstefnunnar.

Selenskí sagði eftir ráðstefnuna að hún hefði verið mjög vel heppnuð, og að hún hefði varðað leiðina að annarri friðarráðstefnu þar sem hægt yrði að binda enda á innrás Rússa í Úkraínu með varanlegu og réttlátu friðarsamkomulagi.

„Rússar og forysta þeirra eru ekki reiðubúin fyrir réttlátan frið,“ sagði Selenskí hins vegar eftir fundinn, en bætti við að friðarviðræður gætu hafist þegar í stað án nokkurra tafa, að því gefnu að Rússar myndu yfirgefa allt það land sem tilheyrir Úkraínu.

AFP/Urs Flueeler

Viðurkenni landamærin

Úkraínumenn lögðu sérstaka áherslu á það eftir ráðstefnuna að 82 ríki og alþjóðasamtök hefðu undirritað yfirlýsinguna, og lýstu þar með yfir afdráttarlausum stuðningi sínum við fullveldi og sjálfstæði Úkraínu, sem og hin alþjóðlega viðurkenndu landamæri landsins.

Þá var einnig kveðið á um í yfirlýsingunni að á endanum myndi þurfa friðarviðræður við alla stríðsaðila, á sama tíma og yfirlýsingin forðaðist vandlega að taka fram hvenær þær viðræður ættu eða gætu farið fram.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert