Vaknaði við ókunnugan mann með tvo hnífa

Norskur lögreglubíll.
Norskur lögreglubíll. mbl.is/Atli Steinn

Karlmaður í Ósló, höfuðborg Noregs, vaknaði í eigin íbúð við það að ókunnugur maður stóð yfir honum haldandi á tveimur hnífum. Íbúanum tókst þó að koma sér undan og í öruggt skjól.

Frá þessu greinir norska dagblaðið VG.

„Hann hefur það gott miðað við aðstæður, en eðlilega þá er óþægilegt að vakna við það að ókunnug manneskja stendur yfir þér með tvo hnífa á meðan þú liggur í rúminu þínu,“ sagði Gabriel Langfeldt, aðgerðarstjóri hjá lögreglunni, við VG.

Karlmaður á þrítugsaldri handtekinn

Barst útkallið til lögreglunnar klukkan 5.30 í nótt að staðartíma og hefur karlmaður á þrítugsaldri verið handtekinn vegna innbrotsins. 

Lögreglan leitaði mannsins og fann hann við Birkelunden. Tveir hnífar fundust á honum.

Að sögn lögreglu eru ekki talin vera tengsl á milli mannanna tveggja. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert