Hisbollah hótar ESB-ríki

Hassan Nasrallah í sjónvarpsávarpi sínu í dag.
Hassan Nasrallah í sjónvarpsávarpi sínu í dag. AFP

Leiðtogi His­bollah-sam­tak­anna í Líb­anon seg­ir að Kýp­ur verði hluti af stríðinu fari svo að stríð brjót­ist út milli His­bollah og Ísra­el.

Hass­an Nasrallah hótaði Kýp­ur í sjón­varps­ávarpi í dag. Aðstoði Kýp­ur Ísra­el með því að leyfa þeim að hafa not af flug­völl­um, eða út­vegi aðra aðstöðu, þá verði Kýp­ur einnig skot­mark. 

Ný­lega hafa yf­ir­völd í Ísra­el gefið í skyn að ófriður­inn milli His­bollah og Ísra­el geti hæg­lega orðið að viðamiklu stríði. Lengi hef­ur verið grunnt á því góða milli Líb­anon og Ísra­el og síðar His­bollah og Ísra­el. Átök milli His­bollah og Ísra­el hafa auk­ist smám sam­an frá árás­un­um á Ísra­el þann 7. októ­ber. 

Kýp­ur hef­ur tekið þátt í heræf­ing­um með Ísra­els­mönn­um frá ár­inu 2014 en hingað til hef­ur His­bollah ekki hótað Kýp­verj­um en eyj­an er um 200 kíló­metra frá Líb­anon. 

Kýp­ur gekk í Evr­ópu­sam­bandið í stóru stækk­un­inni árið 2004 þegar tíu ríki gengu í ESB. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert