Líf­vörður Sunak handtekinn fyrir veð­mála­brask

Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands.
Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands. AFP

Líf­vörður í ör­yggis­teymi Ris­hi Sunak, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, hef­ur verið hand­tek­inn vegna gruns um ólög­lega veðmála­starf­semi.

Maður­inn er sagður hafa veðjað á tíma­setn­ingu kom­andi þing­kosn­inga í Bretlandi. Líf­vörður­inn starfaði inn­an sér­stakr­ar deild­ar lög­regl­unn­ar sem þjón­ar kon­ungs­fjöl­skyld­unni og öðrum hátt­sett­um emb­ætt­is­mönn­um.

Ekki sá eini

Þegar upp komst um málið var maður­inn tíma­bundið leyst­ur frá störf­um og hann síðar hand­tek­inn á mánu­dag. Maður­inn hef­ur þó verið lát­inn laus gegn trygg­ingu. Þetta kem­ur fram í um­fjöll­un breska rík­is­út­varps­ins. 

Fleiri hafa verið gripn­ir við ólög­lega veðmála­starf­semi í tengsl­um við kosn­ing­arn­ar, en Craig Williams, fram­bjóðandi Íhalds­flokks­ins, varð upp­vís að slíku at­hæfi í síðustu viku. Hann baðst í kjöl­farið af­sök­un­ar, en mál hans er nú á borði bresku fjár­hættu­spila­nefnd­ar­inn­ar. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert