Líf­vörður Sunak handtekinn fyrir veð­mála­brask

Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands.
Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands. AFP

Lífvörður í öryggisteymi Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, hefur verið handtekinn vegna gruns um ólöglega veðmálastarfsemi.

Maðurinn er sagður hafa veðjað á tímasetningu komandi þingkosninga í Bretlandi. Lífvörðurinn starfaði innan sérstakrar deildar lögreglunnar sem þjónar konungsfjölskyldunni og öðrum háttsettum embættismönnum.

Ekki sá eini

Þegar upp komst um málið var maðurinn tímabundið leystur frá störfum og hann síðar handtekinn á mánudag. Maðurinn hefur þó verið látinn laus gegn tryggingu. Þetta kemur fram í um­fjöll­un breska ríkisútvarpsins. 

Fleiri hafa verið gripnir við ólöglega veðmálastarfsemi í tengslum við kosningarnar, en Craig Williams, frambjóðandi Íhaldsflokksins, varð uppvís að slíku athæfi í síðustu viku. Hann baðst í kjölfarið afsökunar, en mál hans er nú á borði bresku fjárhættuspilanefndarinnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert