Pútín og Kim Jong Un skrifa undir varnarsamning

Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur skrifað undir gagnkvæman varnarsamning við Kim Jong Un, leiðtoga Norður-Kóreu, en sá síðarnefndi bauð um leið fullan stuðning sinn við innrás Rússa í Úkraínu.

Skrifað var undir samninginn á fundi leiðtoganna í norðurkóresku höfuðborginni Pjongjang í dag, en þangað er Pútín kominn í fyrstu heimsókn sína í 24 ár.

Vladimír Pútín og Kim Jong Un takast í hendur í …
Vladimír Pútín og Kim Jong Un takast í hendur í dag. AFP

Lengi átt í bandalagi

„Þetta er raunverulega tímamótaskjal,“ sagði Pútín á blaðamannafundi að lokinni undirrituninni og bætti við að í því væri meðal annars kveðið á um gagnkvæma aðstoð, verði annað ríkjanna fyrir árás.

Ríkin tvö hafa átt í bandalagi frá því Norður-Kórea var stofnuð eftir heimsstyrjöldina síðari. Tengslin hafa styrkst enn meir í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu, sem hefur einangrað Pútín og Rússland á alþjóðavettvangi. 

Bandaríkin og bandamenn þeirra hafa sakað Norður-Kóreu um að útvega Rússlandi skotfæri og eldflaugar til nota í stríðinu í Úkraínu. Samkomulagið nýja þykir ekki draga úr áhyggjum þess efnis.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert