Donald Sutherland er látinn 88 ára að aldri

Donald Sutherland.
Donald Sutherland.

Hinn goðsagnakenndi Donald Sutherland er látinn, eftir langvarandi veikindi, 88 ára að aldri.

Sutherland kom fram á sjónarsviðið seint á sjöunda áratugnum þegar hann lék í bíómyndum á borð við Klute, MASH, Don't Look Now og Animal House.

Hann var talinn einn besti leikarinn sem aldrei hafði hlotið tilnefningu til Óskasverðlaunanna. Honum var þó veitt heiðursstytta árið 2017. Vefmiðillinn Standard greinir frá. 

Einn mikilvægasti leikari kvikmyndasögunnar 

Sutherland lætur eftir sig eiginkonu, Francine Racette, synina Roeg, Rossif, Angus og Kiefer og dótturina Rachel. Auk þess sem hann átti fjögur barnabörn. 

Keifer heiðraði föður sinn á miðlinum X og lýsti honum sem „einum mikilvægasta leikara kvikmyndasögunnar“. Hann deildi svarthvítri mynd af sjálfum sér sem barni með föður sínum og skrifaði: „Með þungu hjarta tilkynni ég ykkur að faðir minn, Donald Sutherland, er látinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert