Hótar vopnasendingum til Norður-Kóreu

Kim Jong-un og Pútín takast í hendur.
Kim Jong-un og Pútín takast í hendur. AFP/Vladimir Smirnov

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði í dag að hann útiloki það ekki að senda vopn til Norður-Kóreu. Hann sagði þetta vera eftirmála þess að Vesturlönd sendi vopn til Úkraínu og lýsi þannig yfir stuðningi. 

Þetta kemur í kjölfar varnarbandalags sem Pútín og Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, undirrituðu á fundi leiðtoganna í gær. 

Bandalag ríkjanna hefur styrkst

Rússland og Norður-Kórea hafa átt í bandalagi frá stofnun Norður-Kóreu eftir að seinni heimsstyrjöldinni lauk. Þá hafa tengsl þessara tveggja ríkja styrkst í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu, sem hefur einangrað Pútín og Rússland á alþjóðavettvangi. 

„Þeir sem senda þessi skotvopn til Úkraínu, halda að þeir séu ekki að berjast gegn okkur. En eins og ég sagði í Pjongjang, þá áskiljum við okkur þann rétt til þess að útvega vopn til annarra heimshluta, með tilliti til samnings okkar við Norður-Kóreu. Ég útiloka það ekki,“ sagði Pútín í Víetnam í dag en þar á hann fund með To Lam, forseta Víetnam. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert