Nær öruggt að Rutte taki við af Stoltenberg

Rutte varð fljótur til að tryggja sér stuðning helstu aðildarríkja …
Rutte varð fljótur til að tryggja sér stuðning helstu aðildarríkja NATO. AFP/Denis Balibouse

Mark Rutte, fráfarandi forsætisráðherra Hollands, verður að öllum líkindum næsti framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) eftir að mótframbjóðandi hans, Klaus Iohannis, forseti Rúmeníu, dró umsókn sína til baka.

Rutte er eins og er sá eini sem gefur kost á sér í stöðuna, og að öllu óbreyttu tekur hann við henni af fráfarandi framkvæmdastjóra, Jens Stoltenberg, þann 1. október. 

Formlega nefndur á næstu dögum

Fregnir herma að Rutte verði á næstu dögum nefndur sem arftaki Stoltenbergs.

Eftir að hafa lotið í lægra haldi í hollensku þingkosningunum lýsti Rutte áhuga á stöðu framkvæmdastjóra NATO.

Rutte varð fljótur til að tryggja sér stuðning Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands og Þýskalands og hefur á síðustu mánuðum unnið sér inn stuðning Ungverjalands og Tyrklands. 

Iohannis kom mörgum að óvörum þegar hann tilkynnti umsókn sína til stöðu framkvæmdastjóra, enda Rutte almennt talinn öruggur kostur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert