Veðmálabrask lífvarðar Sunak til rannsóknar

Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands.
Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands. AFP/Ben Stansall

Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, var í dag beðinn um að hefja rannsókn á máli lífvarðar sem starfaði í öryggissveit hans eftir að hann varð uppvís að því að hafa veðjað á tímasetningu komandi þingkosninga í Bretlandi. 

Lífvörðurinn var handtekinn í kjölfarið en hann starfaði innan sérstakrar deildar lögreglunnar sem þjónar konungsfjölskyldunni og öðrum háttsettum embættismönnum. 

Tveir innan Íhaldsflokksins sæta rannsókn

Laura Saunder, frambjóðandi fyrir Íhaldsflokk Sunak, sætir nú einnig rannsókn vegna meints veðmáls á kjördag.

Hún er ekki sú eina sem hefur verið gripin við ólöglega veðmálastarfsemi innan Íhaldsflokksins, en Craig Williams, annar frambjóðandi Íhaldsflokksins, varð uppvís að slíku athæfi í síðustu viku og er mál hans á borði bresku fjárhættuspilanefndarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka