Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, var í dag beðinn um að hefja rannsókn á máli lífvarðar sem starfaði í öryggissveit hans eftir að hann varð uppvís að því að hafa veðjað á tímasetningu komandi þingkosninga í Bretlandi.
Lífvörðurinn var handtekinn í kjölfarið en hann starfaði innan sérstakrar deildar lögreglunnar sem þjónar konungsfjölskyldunni og öðrum háttsettum embættismönnum.
Laura Saunder, frambjóðandi fyrir Íhaldsflokk Sunak, sætir nú einnig rannsókn vegna meints veðmáls á kjördag.
Hún er ekki sú eina sem hefur verið gripin við ólöglega veðmálastarfsemi innan Íhaldsflokksins, en Craig Williams, annar frambjóðandi Íhaldsflokksins, varð uppvís að slíku athæfi í síðustu viku og er mál hans á borði bresku fjárhættuspilanefndarinnar.