Óku af stað með Palestínumann bundinn við húddið

Maðurinn er nú á Ibn Sina-spítalanum í Jenín.
Maðurinn er nú á Ibn Sina-spítalanum í Jenín. Skjáskot/Twitter

Ísraelskir hermenn bundu særðan Palestínumann fastan við vélarhlíf á bíl hersins á Vesturbakkanum í gær. Ísraelsher segist munu rannsaka atvikið.

Myndbandi hefur verið dreift víða á samfélagsmiðlum þar sem sjá má mann að nafni Mujahid Azmi or Fayyad, sem býr í hverfinu Jabiryat á milli Búrkin og Jenín, bundinn á framhlið torfærubíls sem er síðan ekið af stað.

Breski miðillinn Guardian greinir frá.

Fordæmir atvikið

Að sögn fjölskyldu mannsins var ráðist inni í hús hennar, þar sem Azmi særðist. Herinn hafi síðan tekið hann höndum, bundið hann við vélarhlíf bílsins og ekið af stað.

Azmi er nú á Ibn Sina-spítalanum í Jenín. Francesca Albanese, sérstakur skýrslugjafi Sameinuðu þjóðanna í málefnum Palestínu, hefur fordæmt atvikið og sakað Ísraelsher um að nota manninn sem „mannlega hlíf“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert