Þrír létust og 100 særðust í árás Úkraínumanna

Volodimir Selenskí, forseti Úkraínu.
Volodimir Selenskí, forseti Úkraínu. AFP

Þrír létust, þar af tvö börn, og 100 særðust í flugskeytaárás Úkraínumanna á Sevastopol á Krímskaga í dag.

Rússneska varnarmálaráðuneytið segir að Úkraínumenn hafi notað vopn frá Bandaríkjunum í árásinni og sakar þá um að hafa nota klasasprengjur.

Í yfirlýsingu rússneska varnarmálaráðuneytisins segir að Úkraína hafi framið hryðjuverkaárás á borgaralega innviði Sevastopol með bandarískum ATACMS eldflaugum hlöðnum klasaoddum“.

Sevastopol, hafnarborg við Svartahaf og flotastöð á Krímskaga sem Rússar innlimuðu árið 2014, sætir reglulega skothríð frá Úkraínu en árásin í dag var óvenju skæð.

Volodimir Selenskí, forseti Úkraínu, hvatti í færslu á samfélagsmiðlum í dag stuðningsríki til að hjálpa Úkraínu að herða árásir á rússnesk landsvæði.

„Við höfum nægan vilja til að tortíma hryðjuverkamönnum á yfirráðasvæði þeirra. Það er bara sanngjarnt og við þurfum sömu staðfestu frá okkar bandamönnum. Við getum stöðvað Rússland,“ sagði Selenskí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert