Blöðrur með sorpi streyma til Suður-Kóreu

Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu.
Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu. AFP/KCNA VIA KNS

Blöðrum sem bera sorp og annan óþverra rignir nú yfir Suður-Kóreu samkvæmt her landsins. Sökudólgurinn er nágrannaríkið Norður-Kórea, en ríkin tvö hafa átt í blöðruátökum um langt skeið.

Suður-Kórea hefur meðal annars sent dægurefni og áróður sem mótmælir stjórnarháttum nágranna sinna til norðurs og segja stjórnvöld Norður-Kóreu sorpblöðrurnar sendar yfir í hefndarskyni, en meira en þúsund blöðrur, fullar af sorpi, hafa lent inni í lofthelgi Suður-Kóreu.

Blöðrur með dægurefni frá Suður-Kóreu

Aðgerðarsinninn Park Sang-hak hefur sent bæklinga yfir landamærin með áróðri gegn stjórnvöldum norðursins í mörg ár. Hann hefur sent dægurefni á borð við suðurkóreska tónlist og sjónvarpsþætti í blöðrum yfir landamærin.

Stjórnvöld Norður-Kóreu eru mótfallin því að íbúar landsins fái aðgang að suðurkóreskri dægurmenningu, en í skýrslu á vegum Sameinuðu þjóðanna kemur fram að eignarhald á miklu magni af slíku efni leiði til dauðarefsingar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert