Rússar segja Bandaríkjamenn bera ábyrgð á árásinni

Myndin er úr safni og sýnir skip úr flota rússneska …
Myndin er úr safni og sýnir skip úr flota rússneska sjóhersins við bryggju í höfn Sevastópol. AFP

Rússar segja Bandaríkjamenn ábyrga fyrir flug­skeyta­árás Úkraínu­manna á Sevastópol á Krímskaga í gær. Þeir segja fjóra hafa látist í árásinni, þar af tvö börn, og yfir hundrað særst. 

Flugskeytið sprakk fyrir ofan strönd Sevastópol, hafn­ar­borg við Svarta­haf og flota­stöð á Krímskaga sem Rúss­ar inn­limuðu árið 2014, og segja rússneskir embættismenn að sprengjum hafi rignt yfir fólk sem slakaði þar á. 

Í yf­ir­lýs­ingu rúss­neska varn­ar­málaráðuneyt­is­ins segir að Bandaríkin og Úkraína beri „ábyrgð á vísvitandi eldflaugaárás á friðsæla íbúa“, með banda­rísk­um ATACMS-eld­flaug­um.

Rúmlega 200 manns þurft á aðstoð lækna að halda 

Mík­haíl Rasvosjajev, rík­is­stjóri Sevastópol, sagði í myndbandi á Telegram að þrjú börn og tveir fullorðnir hefðu látist í árásinni auk þess sem næstum 120 hefðu særst. 

Hann hefur þó leiðrétt sig og segir nú að fjórir einstaklingar hafi látist, 151 hafi þurft að leita læknisaðstoðar og 82 hafi verið lagðir inn á sjúkrahús. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert