Sænsk furðubygging til sölu

Dragongate þykir stinga í stúf í Svíþjóð.
Dragongate þykir stinga í stúf í Svíþjóð.

Hin óvenjulega Dragon Gate-bygging er til sölu. Byggingin er óvenjuleg fyrir þær sakir að hún er byggð í kínverskum stíl en er staðsett nærri hraðbraut sem tengir Uppsala og Gävle í Svíþjóð.

Byggingin hefur verið aðdráttarafl fyrir ferðamenn undanfarin áratug. Kínverski kaupsýslumaðurinn Jingcun Li keypti Hotel Älvkarlen árið 2004 með það fyrir sjónum að gera hótelið að stað þar sem austrið mætir vestrinu. Hóf hann því umfangsmiklar breytingar á húsinu til að gera það austrænna í útliti. 

Milljarða verkefni sem fór aldrei af stað

Mikið var lagt í breytingar á byggingunni og lauk þeim árið 2014. Hins vegar fékkst ekki heimild til þess að opna hótel líkt og áform voru um vegna ónógra brunavarna. Því stóð einungis eftir veitingastaður, safn sem inniheldur 200 eftirlíkingar af terracotta-hermönnunum og minjagripabúð.

Li varð afhuga verkefninu eftir að hafa sett um 200 milljónir sænskar króna, eða því sem nemur rúmum 2,6 milljónum króna að núvirði, í verkefnið.

Eftirlíkingar af terracotta hermönnum má finna í safni í Dragon …
Eftirlíkingar af terracotta hermönnum má finna í safni í Dragon Gate.

Staðið autt frá heimsfaraldri 

Sænskt fjárfestingafyrirtæki keypti bygginguna árið 2017. Einhverjir viðburðir voru haldnir á svæðinu fram að heimsfaraldri en byggingin hefur staðið auð og verið án reksturs frá árinu 2020.

Hún hefur nú verið sett á sölu og vilja eigendurnir um 40 milljónir króna fyrir Dragon Gate eða því sem nemur 530 milljónum króna.

The local segir frá 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert