Grunaður um morðbrennu

Lögregla rannsakar meinta íkveikju í Aurskog-Høland í nótt og hefur …
Lögregla rannsakar meinta íkveikju í Aurskog-Høland í nótt og hefur grunaðan brennuvarg í haldi. Ljósmynd/Wikipedia.org/Jan-Tore Egge

Maður er í haldi lög­regl­unn­ar í aust­urum­dæm­inu í Nor­egi eft­ir að eld­ur kom upp í íbúðar­húsi í Aur­skog-Hø­land í Akers­hus-fylki um klukk­an hálf­fimm í nótt að norsk­um tíma.

Grun­ar lög­regla mann­inn um til­raun til þess sem enn kall­ast mor­d­brann í Nor­egi þótt hug­takið hafi nú verið numið úr lög­um, en þess sáust síðast dæmi í norsku hegn­ing­ar­lög­un­um frá 1905 og var hug­takið einnig til í gömlu ís­lensku laga­máli sem morðbrenna eða víga­brenna.

Með vit­und og vilja

Fjór­ar mann­eskj­ur voru í hús­inu þegar eld­ur­inn kom upp og kveður Ronny Samu­el­sen lög­reglu­v­arðstjóri aug­ljóst að eld­ur­inn hafi verið tendraður með vit­und og vilja. Hitt­ist grunaði fyr­ir í ná­grenn­inu er lög­regla kom á vett­vang og þótti henni ástæða til að taka hann hönd­um.

Eft­ir því sem Samu­el­sen grein­ir staðarblaðinu Romerikes Blad frá heyrðu þeir, sem í hús­inu voru, smell eða högg áður en eld­ur­inn kviknaði og komu sér þá út af eig­in ramm­leik.

Samu­el­sen vill ekki tjá sig frek­ar um grunaða og ber við rann­sókn­ar­hags­mun­um.

NRK

Romeriks Blad

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert