Handtökuskipun gefin út fyrir Gerasím­ov og Shoígú

Val­e­rí Gerasím­ov, yf­ir­maður her­ráðs Rúss­lands, og Ser­gei Shoígú, fyrrverandi varn­ar­málaráðherra …
Val­e­rí Gerasím­ov, yf­ir­maður her­ráðs Rúss­lands, og Ser­gei Shoígú, fyrrverandi varn­ar­málaráðherra landsins. AFP

Alþjóðlegi saka­mála­dóm­stóll­inn (ICC) fer fram á hand­töku­skip­an­ á hend­ur Val­e­rí Gerasím­ov, yf­ir­manni her­ráðs Rúss­lands, og Ser­gei Shoígú, fyrrverandi varn­ar­málaráðherra landsins.

Ástæðan eru meintir stríðsglæpir þeirra tveggja með því að hafa beint árásum rússneska hersins að almennum borgurum í Úkraínu og innviðum þar í landi, til að mynda raforkukerfi landsins.

Handtökuskipunin er einnig gefin út vegna glæpa gegn mannkyninu og fyrir „ómannúðlega gjörninga“ í Úkraínu, að því er segir í tilkynningu ICC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert