Leitarhundar til Tenerife eftir 9 daga leit

Jay Slater, 18 ára breskur drengur, sem hefur verið saknað …
Jay Slater, 18 ára breskur drengur, sem hefur verið saknað síðan 17. júní síðastliðinn. Ljósmynd/Aðsend

Sérþjálfaðir leitarhundar hafa verið fluttir til sólareyjunnar Tenerife til aðstoðar við leitina að hinum 19 ára Jay Slater, sem hefur verið týndur síðan 17. júní síðastliðinn. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins.

Hingað til hefur leitin að mestu farið fram á því svæði sem sími hans gaf síðast frá sér merki, nálægt þjóðgarðinum Rural de Teno.

Samkvæmt alríkislögreglu Spánar verður ekkert gefið eftir við leitina.

Leitarhundarnirnir eru sérþjálfaðir í leit á stærri svæðum og voru í gær fluttir til eyjunnar frá Madrid.

Slater var á Tenerife ásamt vinum sínum til að sækja NRG tónlistarhátíðina á Amerísku ströndinni þann 16. júní. Eftir hátíðina á hann að hafa farið ásamt öðru fólki í íbúð á norðurhluta eyjunnar.

Morguninn eftir tók Slater ákvörðun um að ganga til baka eftir að hafa misst af strætó. Áætlað er að gangan taki 10 klukkustundir. Að sögn vinkonu Slater hafði hann samband við hana um morguninn og sagðist ekki hafa hugmynd um hvar hann væri staddur, að síminn hans væri nánast rafhlöðulaus og að hann væri vatnsþurfi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert