Lést eftir átök við samstarfsfélaga

Danska lögreglan rannsakar málið sem manndráp. Mynd úr safni.
Danska lögreglan rannsakar málið sem manndráp. Mynd úr safni. AFP

Maður á fimmtugsaldri er grunaður um að hafa orðið 35 ára samstarfsfélaga sínum að bana í sláturhúsi Danish Crown í Holsted í Danmörku á fimmtudaginn.

Lögreglunni í Jótlandi barst tilkynning um málið klukkan hálftólf þann sama dag.

Jótlandspósturinn greinir frá því að átök hafi brotist út á milli samstarfsfélaganna með þeim afleiðingum að annar lést.

Er málið rannsakað sem manndráp og hefur karlmaðurinn á fimmtugsaldri verið handtekinn.

Um 330 starfa hjá sláturhúsinu í Holsted. Finn Klostermann, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, sagði starfsfólk harmi slegið. 

Var danska fánanum flaggað í hálfa stöng fyrir framan sláturhúsið daginn eftir atvikið, að því er TV2 greinir frá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert