Assange frjáls maður og er á heimleið

Assange yfirgefur dómhúsið í Norður-Maríanaeyjum.
Assange yfirgefur dómhúsið í Norður-Maríanaeyjum. AFP

Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, er á leið heim til Ástralíu sem frjáls maður en samkvæmt úrskurði dómara í Norður-Maríanaeyjum hlýtur hann jafn langan dóm og hann hefur þegar afplánað í fangelsi í Bretlandi, eða rúm fimm ár.

Assange játaði á sig eitt brot í dómsal en sagðist hafa talið að stjórnarskráin og ákvæði hennar um tjáningarfrelsi myndi verja sig.

Assange, sem virkaði þreyttur en afslappaður, lét ekkert hafa eftir sér þegar hann gekk út úr dómshúsinu í Norður-Maríanaeyjum. Hann fór beint inn í bíl sem ók honum á flugvöllinn og fór flugvélin í loftið á fjórða tímanum í nótt að íslenskum tíma. Hún mun lenda í Canberra í Ástralíu á milli klukkan 9 og 10.

„Þú munt geta gengið út úr þessum réttarsal sem frjáls maður,“ sagði dómarinn við Assange en fram kom í gær að hann hafi viðurkennt birtingu trúnaðargagna gegn því að fá frelsið.

Jennifer Robinson, lögmaður Assange, fagnaði málalokum og sagði daginn sögulegan. Hún sagði að Assange loks fá frelsi eftir 14 ára baráttu í dómsölum.

Julian Assange.
Julian Assange. Ljósmynd/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert